Stefnur

Hér má nálgast stefnur þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Stefnumörkun Þingvallaþjóðgarðs samþykkt 2018 og gildir til 2034.
Hér má svo nálgast stefnumótun þá sem var við lýði fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum milli áranna 2004-2024. 

Jafnréttisstefna

Hjá þjóðgarðinum á Þingvöllum er jafnréttis gætt og hver starfsmaður er metinn og virtur að verðleikum.
Markmiðið með Jafnréttisstefnu er að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla og jöfnum tækifærum
einstaklinga óháð kynferði.

Hér er Jafnréttisstefna Þingvallaþjóðgarðs.

Mannauðsstefna

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er góður og eftirsóknarverður vinnustaður sem leggur áherslu á að vera með hæft starfsfólk með fjölbreytta reynslu. Þjóðgarðurinn leggur áherslu á að vera góður vinnustaður þar sem starfsfólk fær tækifæri til að vaxa og þróast í starfi.

Hér er Mannauðsstefna Þingvallaþjóðgarðs.

Persónuverndarstefna

Í starfsemi Þingvallanefndar getur komið til vinnslu persónuupplýsinga, þ.e. upplýsinga um persónugreinda eða persónugreinanlega einstaklinga, sem nefndin telst ábyrgðaraðili að. Þingvallanefnd leggur ríka áherslu á persónuvernd og tryggir öryggi og trúnað þeirra persónuupplýsinga sem unnið er með hjá nefndinni. Þingvallanefnd vinnur um þessar mundir að gerð persónuverndarstefnu í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem birt verður á síðunni innan skamms.

Þingvallanefnd hefur tilnefnt Lenu Mjöll Markusdóttir sem persónuverndarfulltrúa. Netfang persónuverndarfulltrúans er lena@lex.is. Hægt er að beina fyrirspurnum og ábendingum varðandi persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga hjá Þingvallanefnd til persónuverndarfulltrúans.

Umhverfisstefna

Mótun umhverfisstefnunnar tekur mið af eðli og umfangi þeirrar starfsemi sem fer fram innan þjóðgarðsins og þeim umhverfisáhrifum sem starfsemin getur haft í för með sér, með hliðsjón af nauðsyn sjálfbærrar þróunar. Umhverfisstefna fyrir rekstur þjóðgarðsins hefur verið mótuð á grundvelli greiningar sem fyrir liggur á starfseminni og helstu umhverfisþáttum sem henni tengjast.

Hér er Umhverfisstefna Þingvallaþjóðgarðs

Loftlagsstefna

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur sett sér metnaðarfulla loftslagsstefnu sem helst í hendur við stefnumörkun þjóðgarðsins og framtíðarsýn.

Loftslagsstefnuna má nálgast í PDF-formi hér.

Innkaupastefna

Innkaupastefnu þjóðgarðsins má finna í neðangreindu pdf-skjali.

Innkaupastefna Þingvallaþjóðgarðs.