Gönguleiðir

Fjölbreyttar gönguleiðir liggja um þjóðgarðinn. Gönguleiðir eru stikaðar og merktar. Utan þingstaðarins forna tengjast þær flestar gömlu eyðibýlunum, Hrauntúni, Skógarkoti og Vatnskoti þar sem enn má sjá ummerki mannvistar fyrir tíma vélvæðingar.

Þjóðleiðirnar um Langastíg, Skógarkotsveg og Nýju-Hrauntúnsgötu eru einnig opnar hestaumferð en aðrar leiðir eru einungis ætlaðar gangandi fólki.

Kort af gönguleiðum í þjóðgarðinum má nálgast í pdf útgáfu hér.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um göngustíga á gönguleiðakorti þjóðgarðsins og sérkorti Landmælinga Íslands af Þingvöllum.

Kort af Þinghelgi í pdf (Gestastofa Haki, Þingvallakirkja, Lögberg, Öxarárfoss og norður að Þjónustumiðstöð)