Þingvellir í dag
Veður
7,3°C SA 1 m/s.
Gestir Þingvalla
3245
Talinn fjöldi í gær
25124
Talinn sl. 7 daga
Færð á vegum
361
Vallavegur -
Vefmyndavélar
Gestastofa á Haki
Lyngdalsheiði
Þingvallavegur
Mosfellsheiði
Fréttir
Velkomin til Þingvalla
Ljósmyndasýningin Velkomin til Þingvalla byggir á afrakstri ljósmynda Gunnars Geirs Vigfússonar af heimsóknum þjóðarleiðtoga og viðburðum á Þingvöllum síðastliðin 50 ár.
Umferðarstýring sumarið 2023 við Hakið
Umferðastýring hefst við Hakið (P1) frá og með mánudeginum næsta
Messa við sólarupprás páskadag
Messa við sólarupprás páskadagsmorgun.
Messa verður við sólarupprás í Þingvallakirkju páskadagsmorgun kl 06.15. Sr. Dagur Fannar Magnússon predikar og þjónar fyrir altari.

Náttúra Þingvalla
Á undanförnum áratugum hafa rannsóknir leitt í ljós að Þingvellir eru náttúruundur á heimsvísu þar sem jarðsagan og vistkerfi Þingvallavatns mynda einstaka heild.Það eru gríðarleg verðmæti og náttúruundur að geta fylgst með þróun og myndum nýrra tegunda á einum stað eins og í Þingvallavatni. Þingvallasvæðið er hluti flekaskila Atlantshafshryggjarins sem liggja um Ísland. Þar má sjá afleiðingar gliðnunar jarðskorpunnar í gjám og sprungum svæðisins.

Saga þjóðgarðsins þingvalla
Saga Íslands og íslensku þjóðarinnar kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Þar var Alþingi stofnað um árið 930 sem kom saman á Þingvöllum allt fram til ársins 1798. Meginviðburðir Íslandssögunnar hafa gerst þar og því skipa Þingvellir sérstakan sess í hugum allra Íslendinga. Þingvellir eru í dag friðlýstur helgistaður Íslendinga. Í lögum segir að hið friðlýsta land skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar og undir vernd Alþingis.