Þingvellir í dag
Veður
Gestir Þingvalla
2984
Talinn fjöldi í gær
22005
Talinn sl. 7 daga
Færð á vegum
361
Vallavegur -
Vefmyndavélar
Hak - Þingvallavatn
Hak - Skjaldbreiður
Lyngdalsheiði
Þingvallavegur
Mosfellsheiði
Viðburðir
Var Drekkingarhylur sprengdur með dínamíti við brúarsmíðar?
Baldur Þór Þorvaldsson fyrrum starfsmaður Vegagerðarinnar kynnir niðurstöður sínar á rannsóknum á Drekkingarhyl og brúarsmíð sem þar hefur farið fram.Urriðadans í Öxará 2024
Laugardaginn 12. október verður urriðaganga með sígildri fræðslu Jóhannesar Sturlaugssonar. Viðburðurinn hefst klukkan 14:00.Náttúra Þingvalla
Á undanförnum áratugum hafa rannsóknir leitt í ljós að Þingvellir eru náttúruundur á heimsvísu þar sem jarðsagan og vistkerfi Þingvallavatns mynda einstaka heild.Það eru gríðarleg verðmæti og náttúruundur að geta fylgst með þróun og myndum nýrra tegunda á einum stað eins og í Þingvallavatni. Þingvallasvæðið er hluti flekaskila Atlantshafshryggjarins sem liggja um Ísland. Þar má sjá afleiðingar gliðnunar jarðskorpunnar í gjám og sprungum svæðisins.
Saga þjóðgarðsins þingvalla
Saga Íslands og íslensku þjóðarinnar kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Þar var Alþingi stofnað um árið 930 sem kom saman á Þingvöllum allt fram til ársins 1798. Meginviðburðir Íslandssögunnar hafa gerst þar og því skipa Þingvellir sérstakan sess í hugum allra Íslendinga. Þingvellir eru í dag friðlýstur helgistaður Íslendinga. Í lögum segir að hið friðlýsta land skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar og undir vernd Alþingis.