Hjarta lands og þjóðar
Margverðlaunuð gagnvirk sýning um sögu og náttúru þjóðgarðsins sem gerir gestum kleift um að verða partur af þjóðgarðinum.
Þingvellir í dag
Veður
8,9°C SV 2 m/s.
Gestir Þingvalla
2490
Talinn fjöldi í gær
11435
Talinn sl. 7 daga
Færð á vegum
361
Vallavegur - Greiðfært
Vefmyndavélar
Lyngdalsheiði
Þingvallavegur
Mosfellsheiði
Viðburðir
Sprungur, misgengi og flekaskil á Þingvöllum og Páll Einarsson
20:00 Gestastofan Haki
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur leiðir göngu kvöldsins sem verður með helguð jarðfræði lands og þjóðar.
Fimmtudagskvöld á Þingvöllum Guðni Ágústsson fjallar um Jónas Hallgrímsson.
20:000 frá Gestastofunni Haki
Guðni Ágústsson dregur til sín góða gesti um leið og hann tekur fyrir umfjöllunarefnið: Jónas Hallgrímsson.
Fréttir
Þingvellir viðurkenndir sem fyrsta Varðan á Íslandi
„Þingvallaþjóðgarður er afskaplega vel að þessari viðurkenningu kominn,“ segja þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra sem í dag veittu þjóðgarðinum á Þingvöllum viðurkenningu sem fyrstu Vörðuna á Íslandi.
Ráðherrarnir afhjúpuðu heiðursmerki Vörðu og fengu kynningu á Búðarslóð, nýrri afþreyingar- og fræðsluleið á Þingvöllum.
Gleðilega þjóðhátíð
Brunavarnir í Árnessýslu kíkja í heimsókn
Brunavarnir í Árnessýslu komu til þingvalla og skoðuðu aðstæður.

Náttúra Þingvalla
Á undanförnum áratugum hafa rannsóknir leitt í ljós að Þingvellir eru náttúruundur á heimsvísu þar sem jarðsagan og vistkerfi Þingvallavatns mynda einstaka heild.Það eru gríðarleg verðmæti og náttúruundur að geta fylgst með þróun og myndum nýrra tegunda á einum stað eins og í Þingvallavatni. Þingvallasvæðið er hluti flekaskila Atlantshafshryggjarins sem liggja um Ísland. Þar má sjá afleiðingar gliðnunar jarðskorpunnar í gjám og sprungum svæðisins.

Saga þjóðgarðsins þingvalla
Saga Íslands og íslensku þjóðarinnar kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Þar var Alþingi stofnað um árið 930 sem kom saman á Þingvöllum allt fram til ársins 1798. Meginviðburðir Íslandssögunnar hafa gerst þar og því skipa Þingvellir sérstakan sess í hugum allra Íslendinga. Þingvellir eru í dag friðlýstur helgistaður Íslendinga. Í lögum segir að hið friðlýsta land skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar og undir vernd Alþingis.