Viðburðir
Fimmtudagskvöld á Þingvöllum
20:00 frá Gestastofunni Haki
Fyrsta fimmtudagskvöldganga sumarsins verður 9. júní. Nánari dagskrá auglýst síðar.
Laugardagur með landverði
Þjónustumiðstöð á Leirum
Gengið með landverði inn á Hrauntúni og Skógarkoti sem voru býli á þingvöllum. Gangan hefst 13:00 og lýkur um 16:00. Rætt er um sögu og náttúru svæðisins.
Lífið við vatnið
Gangan hefst klukkan 13:00 við Vatnskot.
Gengið er frá Vatnskoti að Tjörnum, þaðan að Skógarkoti og þaðan fylgt Vatnskotsgötu aftur á upphafsreit. Gangan er létt, lítið um hækkanir en stundum ögn ójöfn undir fót. Strandlengja Þingvallavatns býður upp á fjölbreytta náttúru og spennandi búsetusögu fyrri tíma.