15.06.2024
Heill heimur af börnum - börn setja mark sitt á Íslandskortið
Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi hefur verið efnt til verkefnisins „Heill heimur af börnum – börn setja mark sitt á Íslandskortið“. Börn á Íslandi miðla á skapandi hátt á nýju gagnvirku Íslandskorti því sem þeim finnst mikilvægt og áhrifaríkt í lífi sínu og umhverfi.