Móttaka hópa

20191016 161457 1
Gongustigar

Fyrirlestur í Snorrabúð

Fjölbreyttar gönguleiðir eru á Þingvöllum. Hægt er að aðlaga fræðslu okkar að því sem þú vilt upplifa.

Á hverju ári tekur þjóðgarðurinn á Þingvöllum á móti ýmsum hópum hvaðanæva að úr heiminum. Veitt er fræðsla um sögu og náttúru staðarins ásamt framtíðarþróun þjóðgarðsins í átt að sjálfbærari starfsemi. Hægt er að haldar hefðbundnar kynningar í fyrirlestrasal þjóðgarðsins, Snorrabúð, sem staðsett er í gestastofunni á Haki og fara í lengri eða skemmri gönguferðir um hina margvíslegu göngustíga þjóðgarðsins. Gott er að hafa samband í gegnum thingvellir@thingvellir.is og spyrjast fyrir um mögulega móttöku.