Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjanefndarinnar sem haldinn var í Suzhou í Kína. Með samþykktinni eru Þingvellir meðal rúmlega 1000 menningar- og náttúruminjastaða á heimsminjaskránni sem taldir eru hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina.
Hvað er heimsminja-skrá
Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi mannsins, sem haldin var í Stokkhólmi árið 1972, viðurkenndu ríki nauðsyn verndunar þar sem „það skaðar arfleifð allra þjóða heims ef einhver hluti hinnar menningarlegu eða náttúrulegu arfleifðar spillist eða hverfur“.
Staðir á heimsminja-skrá
Þingvellir voru meðal 48 staða í 33 þjóðlöndum sem voru teknir til umfjöllunar á fundi heimsminjanefndarinnar í Suzhou í Kína 28. júní til 7. júlí 2004.
Tenglar
Hér má finna tengla á heimasíður er tengjast heimsminjaskránni á mismunandi tungumálum.