Gestastofa

Frá sýningunni Hjarta lands og þjóðar tekin af Magnúsi Elvari Jónssyni
Syning Gagarin 2
Frá sýningunni Hjarta lands og þjóðar tekin af Magnúsi Elvari Jónssyni

Staðið á flekamótum

Þingvellir eru á hreyfingu, fáðu að vita meira.

Lögrétta

Hvernig virkaði hið gamla Alþingi á Þingvöllum.

Hvernig sjáum við Þingvelli?

Ímynd Þingvalla hefur breyst í gegnum árhundruðin.

Gestir sýningarinnar Hjarta lands og þjóðar kalla sjálfir fram upplýsingar um sögu og náttúru þjóðgarðsins um leið og þeir rölta í gegnum rýmið. Gagnvirkt viðhorf ásamt hefðbundnu viðmóti gerir gestum kleift um að verða partur af þjóðgarðinum.

Gestastofan er staðfest rétt við útsýnisskífuna á Hakinu, þar sem gengið er niður í Almannagjá. 

Kynningarmyndband um sýninguna má nálgast hér.

Gagnvirk sýningin er lærdómsrík um leið og hún gefur gestinum tækifæri á að upplifa Þingvelli til fortíðar.

Opnunartímar

September - Apríl

10:00 - 16:00

Hátíðardagar um jól og áramót

 • 24. desember
  9 - 12
 • 25. desember
  LOKAÐ
 • 26. desember - 30. desember
  9-16
 • 31. desember
  9-12
 • 1. janúar
  11-16

Verð á sýningu

Fullorðnir 1000 kr.
Börn (17 ára og yngri) Frítt
Eldri borgarar 500 kr.
Öryrkjar Frítt
Hópar (10 +) 800 kr. hver einstaklingur
Námsmenn (18+) 500 kr.

Red Dot viðurkenning

Sýningin „Hjarta lands og þjóðar“, sem staðsett er í gestastofu þjóðgarðsins á Þingvöllum hlaut tvenn Red Dot Design verðlun 2019. Sýningin fékk annarsvegar verðlaun fyrir „upplýsingahönnun” og hinsvegar fyrir „viðmótshönnun og notendaupplifun“. Sýningin hefur um 10 gagnvirkar stöðvar og býður hún upp á áhugaverða ferð í gegnum sögu Þingvalla og einstaka innsýn í náttúrufar staðarins þar sem öll skilningarvitin eru virkjuð.

Frá sýningunni Hjarta lands og þjóðar tekin af Magnúsi Elvari Jónssyni

Fullnaðarvottun BREEAM

Gestastofan á Haki hefur fullnaðarvottun BREEAM (Building Research Establishment Environmental Assessment Method). BREEAM er breskt umhverfisvottunarkerfi. Byggingin hefur fengið vottanir BREEAM bæði á hönnunartíma sem og eftir að byggingin reis.

Undraheimur Þingvallavatns.

Fullnaðarvottunin staðfestir að byggingin uppfyllir staðla um vistvæna hönnun samkvæmt alþjóðlega viðurkennda vottunarkerfinu BREEAM. Engar athugasemdir eða frávik komu fram og fékk Hakið þrjár stjörnur af fimm mögulegum og var endanlegt skor 59,9% - “Very Good" - eins og að var stefnt. EFLA þakkar Þjóðgarðinum á Þingvöllum og Framkvæmdasýslu ríkisins fyrir samstarfið og óskar þeim innilega til hamingju með vottunina. Í vottuninni er lagt mat á marga mismunandi þætti svo sem:

 • Umhverfisstjórnun á byggingar- og rekstrartíma
 • Góða innivist sem tekur m.a. til hljóðvistar, inniloftgæða og lýsingar
 • Góða orkunýtni og vatnssparnað
 • Val á umhverfisvænum byggingarefnum
 • Úrgangsstjórnun á byggingar- og rekstrartíma
 • Viðhaldi vistfræðilegra gæða nánasta umhverfis
 • Lágmörkun ýmis konar mengunar frá byggingu t.d. er varðandi frárennsli og ljósmengun

Markmið BREEAM vistvottunar er að hanna og byggja byggingar sem hafa minni umhverfisáhrif, eru heilsusamlegri fyrir notendur og þurfa minna viðhald en hefðbundnar byggingar.

Nánar má lesa um úttetkinga í pdf skjali.