Kórsöngur í Almannagjá

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum býður kórum landsins að taka þátt í hátíðardagskrá vegna 80 ára afmælis lýðveldisins í sumar. Sunnudaginn 16.júní verður boðið upp á kórsöng frá kl. 13.00-16.00 í Almannagjá og víðar á Þingvöllum.

Kóradagskrá verður á hálftíma fresti frá kl 13.00 -16.00 m.a. við Lögberg í Almannagjá. Kórar velja sína dagskrá en óskað er eftir því að kórar flytji vinningslag Atla Ingólfssonar og Þórarins Eldjárn „Ávarp fjallkonunnar“ og ef möguleiki er, þjóðsönginn, en í ár eru 150 ár frá því að hann var frumfluttur.

Alla sunnudaga milli kl 13.00 og 15.00 frá 23.júní og til loka júlí eru kórar velkomnir að koma fram og syngja í Almannagjá eða annars staðar á Þingvöllum.

Föst greiðsla 100 þús kr. er í boði fyrir þá kóra sem taka þátt. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti á netfangið thingvellir@thingvellir.is, fyrir 1. júní 2024.