Vegir lokaðir og appelsínugul veðurviðvörun

Allir vegir til og frá Þingvöllum eru lokaðir. Fyrir vikið eru gestastofa og þjónustumiðstöð þjóðgarðsins lokaðar á meðan ófærðinni stendur. Í gildi er appelsínugul veðurviðvörun. Við mælum með að fylgjast vel með færð og veðri á eftirfarandi vefsíðum:

www.vedur.is 

www.vegagerdin.is

www.safetravel.is 

Allir vegir til Þingvalla lokaðir

Skjáskot tekið frá Vegagerðinni sem við erum orðin nokkuð vön en nú er engin færð yfir heiðar sökum vinda og ofankomu. 

Appelsínugul veðurviðvörun

Veðrið bætti heldur í sig og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula veðurviðvörun.