Appelsínugul veðurviðvörun
04.02.2025
Nú er það appelsínugult.
Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir allt landið fyrir miðvikudaginn 05.02. Það verður leiðindafærð strax um morguninn en vindurinn sækir svo í sig veðrið eftir hádegi og fer líkast til upp í storm. Úrkoma fylgir vindinum en búast má við að vegum til og frá Þingvöllum verði lokað.
Leiðindaveðrið mun teygja sig inn á fimmtudaginn og óvíst er með færð til og frá Þingvöllum þangað til.
