Dagur íslenskrar tungu

Jónas og Þingvellir

Fjölmargt tengja Þingvelli og Jónas saman enda eru sum hans bestu kvæði ort um Þingvelli og nágrenni.

Dagur íslenskrar tungu

Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert. Árlega hefur ráðuneyti menntamála beitt sér fyrir sérstöku átaki fyrir íslenskt mál. Beinist þannig athygli landsmanna að stöðu tungumálsins og gildi þess fyrir þjóðarvitund og menningu.

Jónas Hallgrímsson var skáld og náttúrufræðingur. Reyndar má segja að hann hafi verið nokkurskonar fjölfræðingur því það vítt náði hugur hans og áhugi. Jónas var virkur nýyrðasmiður og á sú virkni mikinn þátt í stöðu íslensku tungunnar í dag. 

Jónas Hallgrímsson var einn Fjölnismanna sem börðust fyrir því að Alþingi yrði endurreist á Þingvöllum. Ekkert varð þó úr þeirri framkvæmd sem þegar upp er staðið nokkuð jákvætt enda kallar slík starfsemi á nokkuð byggingarmagn.

Jónas Hallgrímsson hvílir, samkvæmt bestu manna vitneskju, nú bein sín í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. 

Gröf Jónasar Hallgrímssonar

Gröf Jónasar er í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Í bakgrunni sést glitta í legstein Einars Benediktssonar.