Fimmtudagskvöld á Þingvöllum
09.06.2023
            
Fastir liðir sumarsins eru fimmtudagskvöld á Þingvöllum. Allar göngur hefjast klukkan 20:00 og eru ókeypis. Langflestar þeirra munu hefjast frá gestastofu á Haki en tekið verður skýrt fram ef einhver breyting verður þar á.
15. júní Óttar Guðmundsson - Íslandsklukkan á Þingvöllum
22. júní Guðni Ágústsson - Njálssaga í frásögn samtímamanns.
29. júní Gerður Kristný - Ljóð um þjóð
6. júlí Halldór Geirsson - Jarðskorpuhreyfingar á Þingvöllum
13. júlí Helgi Þorláksson - Sögustaðurinn Þingvellir
20. júlí Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir - Yfirréturinn á Íslandi
 
        
                        Fræðist þú um eitthvað nýtt í Almannagjá í sumar?
                    
            
                   Það verður líf og fjör flest fimmtudagskvöld í júní og júlí á Þingvöllum.
Þingvellir Þjóðgarður