Gleðilega þjóðhátíð

Gleðilega þjóðhátíð kæru landsmenn. Dagurinn er tengdur Þingvöllum órjúfanlegum böndum og þrátt fyrir að ekki sé hefð fyrir því að hafa mikla viðburði á þessum degi á Þingvöllum verður í dag verður ókeypis á sýninguna Hjarta lands og þjóðar í Gestastofu á Haki og eru allir velkomnir.  Einnig verður boðið upp á ís og kaffi og með því í þjónustumiðstöð. Ekki láta veðurspá aftra för frekar en þeir sem fögnuðu sjálfstæði þjóðarinnar 17.júní 1944 í hellirigningunni í Almannagjá á Þingvöllum.

Íslenski fáninn í Lögbergi