Haustdagskrá á Þingvöllum

Þó daginn styttir má enn hafa gaman.
21. 09. Haustlitaganga á Þingvöllum
Fátt jafnast á við litadýrðina í þjóðgarðinum á Þingvöllum er haustið ber að garði. Af því tilefni verður efnt til sérstakrar haustlitagöngu inn í Þingvallahraun sunnudaginn 21. september 2025 klukkan 13:00 frá Vallarkróki.
Gunnar Grímsson fornleifafræðingur og landvörður leiðir gesti um svonefnda Klukkustígsleið, sem er talin ein elsta þjóðleiðin til Þingvalla. Þessi forna leið hafði að mestu fallið úr minni fólks á síðustu áratugum – og var nær horfin undir lyng og kjarrgróður – en var stikuð í fyrra og gerð aðgengileg á nýjan leik.
Nánar um gönguna má lesa hér
28.09 Forsetakjörið og virðing Alþingis að fornu og nýju
Sunnudaginn 28. september kl. 14:00 í gestastofu á Haki flytur Guðni Th. Jóhannesson fyrirlestur um fyrsta forsetakjörið og virðingu Alþingis í gegnum tíðina. Búast má við gönguferð ef veður leyfir.
Nánari upplýsingar fást hér
Urriðadans í Öxará 2025
Hinn árlegi Urriðadans í Öxará verður laugardaginn 4. október og hefst klukkan 14:00 við Valhöll. Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum mun fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um urriðann í Þingvallvatni.
Nánari upplýsingar um viðburðinn
12.10 Arkitektúr og Þingvellir
Viðburðurinn hefst við gestastofuna á Haki klukkan 13:00.
Jóhannes Þórðarson og Sigbjörn Kjartansson arkitektar hjá Glámu – Kími arkitektum fara yfir nýjar og eldri byggingar á Þingvöllum.
Nánari upplýsingar má nálgast hér