Lokun salerna á P2

Vegna framkvæmda eru salerni við P2 lokuð tímabundið. Minnt er á klósettin við P1, P5 og einnig við þjónustumiðstöð. Stikuð hefur verið leið framhjá framkvæmdasvæðinu og beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem viðgerðirnar geta haft á upplifun af svæðinu.

Enginn hörgull er á klósettum í þjóðgarðinum sem gestir, leiðsögumenn og rútubílstjórar þjóðgarðsins geta nýtt sér. Vonir standa til að framkvæmdirnar vinnist hratt og vel.

Lokað á P2

Kortið sýnir önnur salerni við P1, P5 og þjónustumiðstöð. 

Salernisbygging við P2

Bílastæðið við P2 þar sem framkvæmdir fara nú í gang.

Afgirt

Framkvæmdasvæðið hefur verið afgirt

Framkvæmdir á fullu

Vel flest tiltæk tæki hafa verið færð á framkvæmdastað.