Nýtt orgel
Nýtt orgel var um helgina borið inn í Þingvallakirkju. Gamla harmóníum orgelið sem hefur staðið vaktina undanfarna áratugi var gjöf frá börnum og tengdabörnum til minningar um hjónin Ásu Þorkelsdóttur (1886-1950) og Guðmund J. Ottesen (1869-1956) frá Miðfelli. Gamla harmóníum orgelið var flutt inn í skrúðhúsið sem er inni í Þingvallabænum og gefur þar organistum tækifæri á að hita upp fyrir athafnir.
Degi áður en nýja orgelið barst var gamla orgelið borið út. Tækifærið var svo nýtt til að þrífa kirkjuna svo nýtt orgel fengi að njóta þess að vera sett á hreint gólf.
þingvellir
Nýja orgelið er lítið pípuorgel eða svokallað positíft orgel og smíðað árið 1984 í Danmörku. Stóð það fyrstu áratugina í kirkjunni í Hruna en eftir endurnýjun á hljóðfærum þar fór það til Björgvins Tómassonar orgelsmiðs. Björgvin hefur skipt um vel flest sem þurfti að laga í orgelinu sem hefur að geyma heilar 192 pípur og fjórar raddir.
Það voru átök að koma orgelinu nýja að kirkjunni.
Eftir að tónleikaröðinni var hætt var ákveðið að láta það fé sem eftir var renna í kaup á nýju orgeli. Guðbjörg spilaði nefnilega á sínum yngri árum á orgelið við messur í Þingvallakirkju. Innihald sjóðsins ásamt góðum framlögum vina og vandamanna Þingvallakirkju gerðu það mögulegt að kaupa loks nýtt orgel. Hljóðfærið sómir sér strax vel á þeim stað sem því var valið og eiga pípuorgel, með góðu viðhaldi, að endast vel á annað hundrað ár.
Það tókst þó að koma orgelinu að andyri kirkjunnar. Ögn erfiðari leikur var að koma því inn.
Ástæða þess að hægt var að kaupa nýtt orgel er fyrst og fremst að þakka minningarsjóði Guðbjargar Einarsdóttur frá Kárastöðum en hún lést árið 2004. Markmið sjóðsins var að efla tónlistarflutning í Þingvallakirkju. Fyrstu ár minningarsjóðsins var hann nýttur til að halda tónleikaröð á þriðjudagskvöldum á sumrin í Þingvallakirkju árin 2007-2017. Einar Jóhannesson klarinettuleikari hélt utan um þessa litlu tónlistarhátíð í þau 10 ár sem hún var haldin
Orgelið nýja komst í heilu lagi inn og mun nú þjóna sókninni. Samkvæmt Björgvini Tómassyni orgelssmið eiga svona orgel, með góðu viðhaldi, að endast í hundruði ára.