Opinber heimsókn

Hér gengur Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, Ursula von der Leyen framkvæmdastjóri ESB og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í Almannagjá.
European Union, 2025
Ursula von der Leyen framkvæmdastjóri ESB kom í opinbera heimsókn til Íslands í vikunni. Einn liður heimsóknarinnar var að heimsækja þjóðgarðinn á Þingvöllum heim. Á móti henni tók Einar Á. E. Sæmundsen sem leiðsagði Urslu von der Leyen, Kristrúnu Frostadóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um Þingvelli.
Byrjað var uppi við útsýnispall á Haki, farið niður Almannagjá að Lögbergi og endað síðan niður við Þingvallabæ. Sagt var frá sögu hins gamla þingstaðar sem er þó um svo margt markaður af öflugum hreyfingum jarðskorpuflekanna sem um hann liggja.
Veðrið lék við gesti, þar sem það var milt veður í alla staði.

Þingvellir

Kristrún Frostadóttir, Ursula von der Leyen og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stilla sér upp við Lögberg. Fáninn rétt bærir á sér þrátt fyrir almenna lognstillu þetta kvöld.
European Union, 2025