Skemmtilegur starfsdagur

Sjúkraflutningamaður HSU á Þingvöllum og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar komust bæði fyrir á mynd með starfsfólki þjóðgarðsins.
Þingvellir
Undirbúningsdagur fyrir sumarið var haldinn í dag. Nýtt sumarfólk og eldra boðið velkomið í komandi vertíð en á móti þeim tók það starfsfólk sem hefur þreyjað þorrann, góuna og alla hina vetrarmánuðina.
Það er margt á döfinni í þjóðgarðinum og í þó nokkur horn að líta. Starfsdagurinn gekk mjög vel, nýjar áætlanir voru kynntar, farið yfir öryggisbúnað sem og önnur amboð sem nýtast til hversdagslegri verka.
Við fengum mjög góða heimsókn frá Landhelgisgæslunni sem lenti á Syðri-Leirum. Það er ómetanleg að fá slíka kynningu til að geta lært hvernig ber að athafna sig þegar þyrla er send til björgunar á Þingvöllum.
Maímánuður er allajafna nýttur í allskonar þjálfun hjá nýju starsfólki sem og móttöku skólahópa sem streyma nú til okkar sem aldrei fyrr.

Veðrið var svo sem ekki kræsilegt á Þingvöllum og fyrirlestrarsalurinn nýttist því vel.
Þingvellir

Sumarið lofar góðu eftir góðan starfsdag
þingvellir