Starfsdagur á Þingvöllum
05.05.2025
Þriðjudaginn 6. maí höldum við undirbúningsfund fyrir komandi sumar. Sumarstarfsfólk hittir þá sem fyrir eru á fleti. Farið verður yfir starfsemi þjóðgarðsins, öryggisáætlanir kynntar, æft með helsta búnað og fleira fram eftir því.
Gestastofa á Haki verður opin eins og venjulega milli 09:00 - 17:00.
Enginn landvörður verður í upplýsingagjöf í þjónustumiðstöð.
Landvörður verður til staðar í Silfru.
Við biðjums velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.