Lokar fyrr vegna starfsmannagleði

Starfsfólk þjóðgarðsins á Þingvöllum ætlar að gera sér glaða kvöldstund föstudaginn 26. ágúst. Lokar því gestastofan á Þingvöllum klukkan 16:00 þennan dag. Þjóðgarðurinn sjálfur er vitaskuld áfram opinn og öll helstu salernishús. Þá verður verslun Icewear á Hakinu áfram opin til 18:00 eins og áður. 

Sumarið hefur verið annasamt. Tilefni er því til að skemmta sér ögn, kveðja sumarstarfsfólk og þétta hópinn fyrir komandi haust- og vetrartörn. 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa.