Sungið á sunnudögum í Almannagjá
Sungið á Þingvöllum á sunnudögum
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum býður kórum landsins að syngja í Almannagjá við Lögberg á Þingvöllum. Sunnudaginn 15. júní verður boðið upp á kórsöng frá kl. 13.00-16.00 í Almannagjá og víðar á Þingvöllum. Kóradagskrá verður á hálftíma fresti frá kl 13.00 -16.00 m.a. við Lögberg í Almannagjá. Kórar geta valið sína dagskrá en ekki er verra ef eitthvað af lagavalinu tengist Þingvöllum. Í ár er t.d. 140 ár frá útgáfu Öxar við ána.
Ef einhverjir kórar sjá sér ekki fært að koma sunnudaginn 15. júní en vilja koma einhvern sunnudag er sjálfsagt að koma því við, hvort sem er í Almannagjá eða annarsstaðar á Þingvöllum.
Föst greiðsla 100 þús kr. er í boði fyrir þá kóra sem taka þátt. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti á netfangið thingvellir@thingvellir.is, fyrir 8. maí 2025. Öllum umsóknum verður svarað fyrir 15. maí.
Skjal í pdf má nálgast hér.

Kórar eru hvattir að hafa samband og láta vita ef þeir hugsa sér að koma og syngja á Þingvöllum.