Þingvellir í íslenskri myndlist

Kápa bókarinnar

Kápa bókarinnar Þingvellir í íslenskri myndlist er listaverk út af fyrir sig.

Út er komin bókin Þingvellir í íslenskri myndlist. 

Útgáfa bókarinnar var samþykkt af Alþingi einróma 17. júlí 2018 á 100 ára afmæli fullveldis. Um er að ræða samstarfsverkefni Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags. Í bókinni er ítarlegt yfirlit um íslenska myndlist tengda Þingvöllum og þróun hennar í gegnum tímans þunga nið. Unnið var heilmikið starf við söfnun, skráningu og ljósmyndun listaverka. Í bókinni má finna myndir af 269 verkum eftir 104 listamenn. 

Þingvellir hafa í gegnum tíðina verið íslenskum sem og erlendum listamönnum hugðarefni. íburðamiklir veggir Almannagjár, áberandi Ármannsfellið og sérstö Hrafnabjörgin hafa orðið ýmsum innblástur. Um leið hefur rík saga staðarins kallað ennfremur á að fólk búi sér til sína mynd af Þingvöllum. Myndlistabókina má vafalaust nálgast í öllum betri bókabúðum og hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi.