Sýnataka í Silfru

Vatn tekið í Silfru

Til að ná í vatn til sýnatöku var þar til gerðri fötu hent út í Silfru. 

Í vikunni hófst nýr þáttur í vöktun vatnsgæða í og við Þingvallavatn. Eydís Salóme Eiríksdóttir frá Hafrannsóknarstofnun kom og tók vatnsgæðasýni í Silfru og fleiri gjám þar sem grunnvatn flæðir í Þingvallavatn.

Vatnsgæðamælingin er liður í að kanna efnaferla í vatninu til að gefa okkur betri sýn á mögulegum utanaðkomandi áhrifum

Ýmis tæki og tól

Eydís Salóme Eiríksdóttir mundar hér ýmis tæki og tól eftir sýnatöku.

Nú þegar eru tekin sýni af ýmsum grunnefnum í Þingvallavatni á vegum vöktunaráætlunar Umhverfisstofnunar. Einnig hefur verið í gildi undanfarin ár vöktunarsamningur sem Þjóðgarðurinn á Þingvöllum ásamt Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshrepp eru aðilar að. Framkvæmdaaðilar vöktunarinnar hafa svo verið Hafrannsóknarstofnun og Náttúrustofa Kópavogs.

Meðal mest rannsökuðu vötnum landsins

Þingvallavatn er meðal mest rannsökuðu vötnum Íslands. Reglubundnar rannsóknir hafa átt sér stað frá áttunda áratug síðustu aldar þegar dr. Pétur M. Jónasson hóf umfangsmikla könnun á vatninu í samstarfi við Kaupmannahafnarháskóla og fleiri aðila.

Snör handtök

Snör handtök þurfti þegar skjólunni var snúið upp á land aftur.