Tjaldstæði lokað vegna vatnsleysis

Vatnslaust á Þingvöllum og tjaldstæði lokað!
Frá og með klukkan 17:00 og eitthvað frameftir kvöldi verður vatnslaut í kringum þjónustumiðstöðina á Leirum.
Verið er að blása í borholuna og gætu framkvæmdir staðið seint inn á kvöldið.
Fyrir vikið lokar þjónustumiðstöðin og salernishúsin þar í kring vegna vatnsleysis. Lokað verður inn á tjaldstæðin vegna vatnsleysis.
Salerni við gestastofu á Haki, við þingplan (P2) og Valhöll (P5) verða opin eins og venjulega.

Svæðið sem verður fyrir áhrifum eru Leirar og nærliggjandi tjaldstæði