Fossabrekkur

Google Maps
Ornefni Atlas Fossabrekkur Ba63

Fossabrekkur

Fossabrekkur eru í suðurhlíðum Botnssúlna, vestan Súlnagils og fremst í ÖxarárdalNafnið er dregið af lækjum sem fyssast niður brekkurnar og sameinast Öxará. Leggjarbrjótsleiðin liggur þar fram hjá.

Fossabrekkur í frumheimildum

Þorsteinn Bjarnason frá Háholti segir svo í ódagsettri örnefnaskrá sinni um afrétt Þingvallasveitar:

Botnssúlur (45) eru í Árnessýslu og Borgarfjarðar, yfir Botnssúlur liggja mörkin milli sýslnanna, í þeim er Súlnagil (46) og Fossabrekkur (47).“

Ónefndur heimildarmaður segir svo í ódagsettri örnefnaskrá Svartagils:

„Vestur af Súlnagili (13) eru Fossabrekkur (14). Bergið framan við Súlur (15) norðaustantil (?), Súlna-bergið (16), smáhamrar inn með Súlunum. Fossabr[ekkur] eru alveg hérna megin við, mosaþemba og mýri og lækjarsprænur, snarbratt.“

Heimildir

Tengd örnefni