Markaklettur

Google Maps
Ornefni Atlas Markaklettur 979D

Markaklettur er örnefni við bakka Þingvallavatns neðan Hrafnagjár, einhvers staðar milli Þvottu og Krækjukletts. Markaklettur var landamerki milli Arnarfells og þjóðgarðsins á Þingvöllum og því má ætla að örnefnið sé ungt, því Arnarfellsbærinn var lengst af hjáleiga innan landamerkja Þingvalla fram að fyrri hluta 20. aldar.

Nákvæm staðsetning Markakletts er ekki ljós – og heimildir af skornum skammti – en grjótklöpp nokkur kemur þó til greina tæpum 300 metrum norðaustan Þvottu. Þaðan liggur slóði beint upp að Hallstíg.

Markaklettur í frumheimildum

Kristján Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi á Gjábakka og Mjóanesi, segir svo í örnefnaskrá Arnarfells frá 1982:

„Austan við víkina gengur lítill klettur fram í fjöruna, Markaklettur (30). Þar eru mörk milli Arnarfells og þjóðgarðsins. Upp af klettinum er stígur yfir Hrafnagjá, sem heitir Hallsstígur (31). Hann er skammt neðan við þjóðveginn.“

Heimildir

Tengd örnefni