Ytra-Grímagil

Google Maps
Ornefni Atlas Ytra Grimagil 9631

Ytra-Grímagil

Ytra-Grímagil (áður Ytra-Grímsstaðagil) er lítið gil í Brúsastaðabrekkum sem kennt er við eyðibýlið Grímastaði. Gilið er sagt utan (sunnan) við Grímagil en er hvergi staðsett nákvæmlega af heimildarmönnum. Líklega er átt við gilskoru 100 metrum sunnan Grímagils sem er um 150 metra löng og 5–10 metra djúp. Lækjarseytla rennur niður undan gilinu út í litla mýri.

Ytra-Grímagil í frumheimildum

Matthías Þórðarson þjóðminjavörður segir svo í riti sínu Þingvöllur – alþingisstaðurinn forni, 1945, bls. 85–86:

„Grímsstaðir eru miðja vegu milli Brúsastaða og Svartagils, undir brekkunum, í landslags- og bæjastefnunni, við gil, sem þar er og kennt er við bæinn, en nú nefnt Grímagil, fyrir afbökun og stytting, enda hefur bæjarnafnið afbakazt sjálft, orðið í framburði Grímastaðir. [...] Eru hér brekkur og hvammar, sem kennd eru við gilið, tvær mýrar (heimri og ytri), sem kenndar eru við bæinn, og holt, sem kennt er við aðra þeirra. Auk þess gils, sem er rétt við bæinn, og verið hefur vatnsbólið og bæjarlækurinn og nú var nefnt, er annað með sama nafni utar og nefnt Ytra-Grímagil nú, fyrir Ytra-Grímsstaðagil.“

Heimildir

Matthías Þórðarson. (1945). Þingvöllur – Alþingisstaðurinn forni. Alþingissögunefnd.

Tengd örnefni