Gagnheiði

Google Maps
Ornefni Atlas Gagnheidi Fd50

Gagnheiði

Gagnheiði kallast heiðin milli Botnssúlna og Ármannsfells. Hún nær frá hæðunum vestan Svartagils langleiðina að Krókatjörnum og liggur að mestu innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Gagnheiði er að mestu gróðursnauð ef frá eru taldir örfáir blettir í hinum mörgu skorningum er einkenna heiðina. Tvö gil bera nöfn við suðurenda Gagnheiðar og kallast Súlnagil og Krókagil.

Forn þjóðleið, Gagnheiðarvegur, lá um Gagnheiði frá Skorradal og Lundarreykjardal til Þingvallasveitar.

Gagnheiði í örnefnaskrám

Tengd örnefni