Gagnheiði
Gagnheiði kallast heiðin milli Botnssúlna og Ármannsfells. Hún nær frá hæðunum vestan Svartagils langleiðina að Krókatjörnum og liggur að mestu innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Gagnheiði er að mestu gróðursnauð ef frá eru taldir örfáir blettir í hinum mörgu skorningum er einkenna heiðina. Tvö gil bera nöfn við suðurenda Gagnheiðar og kallast Súlnagil og Krókagil.
Forn þjóðleið, Gagnheiðarvegur, lá um Gagnheiði frá Skorradal og Lundarreykjardal til Þingvallasveitar.