Kaplagil

Google Maps
Ornefni Atlas Kaplagil D3aa

Kaplagil

Kaplagil er mögulegt örnefni í suðvestanverðu Ármannsfelli. Þess er hvergi getið í þekktum örnefnaskrám í Þingvallasveit og það kemur fyrst fram, svo vitað sé, á staðfræðikorti bandaríska hersins 1959. Síðan þá hefur Kaplagil verið birt á kortum Landmælinga Íslands í suðvestanverðu Ármannsfelli, norðan Skógarhóla og austan Bæjarfells.

Gil þetta hefur einnig verið kallað Ármannsgil en það örnefni hefur löngum verið merkt austar, nálægt Fjárhúsamúla, á umræddum kortum. Nú er svo komið að Ármannsgil er merkt í neðri hluta gilsins en Kaplagil í efri hluta þess, sem teygir sig upp í hvilft í fellinu sem heitir Skál.

Ekki er ljóst hvers vegna örnefnið Kaplagil var merkt í fellinu og óvíst er hvaða stoð það eigi í örnefnaflóru Þingvallasveitar. Hér fær það að njóta vafans og er merkt í efri hluta Ármannsgils.

Kaplagil í frumheimildum

Kaplagils er hvergi getið í þekktum örnefnaskrám Þingvallasveitar.

Tengd örnefni