Súlnaberg
Súlnaberg er stórt misgengi í austanverðum Botnssúlum. Það er mest um sig austan Miðsúlu og munar þar 300 metrum á hæsta og lægsta punkti. Skammt ofar er lítill tindur sem mælist 954 metrar yfir sjávarmáli. Austan Súlnabergs er Gagnheiði.
Ystu og vestustu mörk sigdalsins á Þingvöllum eru ákvörðuð við Súlnaberg. Héðan liggur ytri sigdældin alla leið að Hrossadalsbrúnum eða 19 kílómetra lengd.
Súlnaberg í frumheimildum
Ónefndur heimildarmaður segir svo í ódagsettri örnefnaskrá Svartagils:
„Vestur af Súlnagili (13) eru Fossabrekkur (14). Bergið framan við Súlur (15) norðaustantil (?), Súlna-bergið (16), smáhamrar inn með Súlunum. Fossabr[ekkur] eru alveg hérna megin við, mosaþemba og mýri og lækjarsprænur, snarbratt.“