Súlnalækur
Súlnalækur er lækur í suðurhlíðum Botnssúlna. Lækurinn er myndaður af tveimur meginsytrum sem falla niður Fossabrekkur og sameinast loks í eina samfellda rás skammt vestan Súlnagils. Þaðan rennur straumurinn niður gildrag út í Öxará framan við Öxarárdal.
Leiðin um Leggjabrjót liggur yfir báðar sytrur Súlnalækjar við Fossabrekkur.
Súlnalækur í frumheimildum
Ónefndur heimildarmaður segir svo í ódagsettri örnefnaskrá Svartagils:
„Öxarárdalur (17) er norður af Fossabrekkum, nokkuð stór dalur, og eru þar mikil landgæði, ákaflega skjólsamt. Þar var slegið í gamla daga. Öxará (18) er fyrir vestan Öxarárdal, Súlnalækur (19) rennur úr Fossabrekkum í Öxará, töluverður lækur.“