Tunga

Tunga er lág, hringmynduð upphækkun í túni Svartagilsbæjarins. Hún er um 35 metrar í þvermál og af útlitinu að dæma er hér manngerður rústahóll eða bæjarhóll sem geymir leifar af mörgum gömlum mannvirkjum. Glöggt má sjá móta fyrir mannvirkjabrotum á yfirborði Tungu en þar stóðu mannvirki fram á síðari hluta 20. aldar. Bæjarlækurinn rennur við vestanverða upphækkunina.

Tunga í frumheimildum

Ónefndur heimildarmaður segir svo í ódagsettri örnefnaskrá Svartagils:

Tunga (23) er hringlaga túnblettur í túninu.“

Heimildir

Tengd örnefni