20.07.2025
Sögur úr sveit - Arnarfell
Alla sunnudaga í júlí og ágúst bjóðum við upp á gönguferð með landverði sem hefst klukkan 14:00.
Næsta sunnudag leiðir landvörðurinn Bjarki Valur Bjarnason: Sögur úr sveit - Arnarfell.
Arnarfell er hógvær móbergshryggur austan til í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þar þreifst búskapur af og til í gegnum aldirnar. Byrjunarstaður er grasið gróðið svæði í kverk sem er staðsett 500 metrum inn af afleggjara við Arnarfell. Vegurinn er þægilegur malarvegur að kverkinni þar sem nóg pláss er fyrir bíla.