Myrkraganga og draugasögur á Þingvöllum

Kemur draugur úr kirkjuvegg á Þingvöllum?
Dagrún mun leiða gesti í allan sannleikann um hvernig má verjast draugum. Sunneva Guðrún Þórðardóttir teiknaði myndina.
Sunneva Guðrún Þórðardóttir
Í tilefni Hrekkjavökunnar mun Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur leiða myrkragöngu á Þingvöllum.
Á leiðinni mun Dagrún segja aðeins frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, uppvakningum, afturgöngum og útburðum, auk þess að segja nokkrar vel valdar íslenskar draugasögur.
Þá verður einnig farið yfir ýmis praktísk atriði, eins og hvernig má þekkja drauga sem fólk mætir á förnum vegi, vekja þá upp og losna undan ásóknum þeirra. Öll velkomin, sem þora!
Viðburðurinn hefst við gestastofuna á Haki klukkan 19:00 en þaðan verður gengið í myrkrinu niður Almannagjá og að Þingvallakirkju. Gott getur verið að hafa með sér höfuðljós eða annan ljósgjafa ef myrkrkið sækir of mikið á.
Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis

Þingvallakirkja í myrkri
Við getum ekki lofað tungli bak við Þingvallakirkju en það verður dimmt.
Þingvellir