Forsetakjörið 1944 og virðing Alþingis að fornu og nýju

Forsetakj

Langflestar ljósmynda frá lýðveldisfögnuðinum eru svarthvítar en einhverjar þó til í lit.

Mynd, Þjóðminjasafn Íslands, ljósmyndadeild.

Sunnudaginn 28. september kl. 14:00 flytur Guðni Th. Jóhannesson fyrirlestur um fyrsta forsetakjörið og virðingu Alþingis í gegnum tíðina.

Upphafsstaður verður í fyrirlestrarrými gestastofunnar á Haki, Snorrabúð. Ef veður leyfir fer hluti fræðslunnar fram utandyra, gengið yrði niður í Almannagjá og um þinghelgina.
Fluttar verða upptökur frá lýðveldishátíðinni á Þingvöllum 17. júní 1944. Einnig verður farið yfir allar þær deilur sem geisuðu á bak við tjöldin um kjör fyrsta forseta lýðveldisins.

Loks verður vikið að því hvernig virðing Alþingis beið hnekki þennan merka dag í þjóðarsögunni og rætt um leiðir til að auka orðstír þess um okkar daga.

Guðni Th. Jóhannesson gegnir prófessorsstöðu í nafni Jóns Sigurðssonar við Háskóla Íslands. Í boði verða kaffi og kleinur í Snorrabúð.