Gróður og grænar gersemar - Gengið í Skógarkot
Landvörðurinn Þorgeir Adamsson leiðir sunnudagsgöngu þjóðgarðsins þann 10. ágúst sem byrjar klukkan 14:00 frá bílastæðinu við Fögrubrekku.
Gengið verður eftir Sandhólastíg í átt að Skógarkoti. Af nógu er að taka á leiðinni enda lággróðurinn víða í miklum blóma. Skógarkot sjálft ber einkenni búskapar fyrri tíðar og sögur fyrrum ábúenda leynast við hverja grjóthleðslu.
Frá Skógarkoti verður síðan gengið eftir Gönguvegi í átt að Þingvallakirkju og kíkt á kirkjugarðinn.
Frá Þingvallakirkju er svo gengið til norðurs að Furulundi, þaðan liggur ægifögur gönguleið í Fögrubrekku aftur að upphafsstað.
Gönguleiðin er um 7,5 km á frekar flötu landi en eftir slóða í hrauni. Gott er ef gestir mæta vel skóaðir til leiks með nesti og drykkjarföng enda skortur á drykkjarvatni á leiðinni.
Gangan er öllum opin og ókeypis.
og þaðan farin leiðin í Fögrubrekku aftur heim að þjónustumiðstöð.

Gönguleiðin er um 7,5 km. Gott er að vera vel skóaður og hafa með sér nesti og vatn enda vatnsskortur á gönguleiðnni, eins einkennilega og það hljómar.