Hátíðarmessa á nýársdag
Á nýársdag klukkan 14:00 verður hátíðarmessa í Þingvallakirkju. Margir nýta sér nýtt ár til að heimsækja Þingvelli en jafnan leikur veðrið við landsmenn í upphafi nýs árs. Fátt er því betra en að skella sér í messu á nýársdag.
Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti verður Ester Ólafsdóttir.
Mælst er til að kirkjugestir leggi við Flosaplan (P4) eða Valhöll (P5).
Mælst er til að kirkjugestir leggi við Flosaplan (P4) eða Valhöll (P5).
Þingvallakirkja