Jólamessa á jóladag
Á jóladag klukkan 14 verður jólamessa í Þingvallakirkju.
Það er sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Skálholtsprestakalli sem þjónar fyrir altari og prédikar. Bjarni Frímann Bjarnason leikur á nýtt orgel sem er vígt við athöfnina.
Nýtt orgel verður vígt en um er að ræða glæsilegt 40 ára gamalt pípuorgel sem leysir eldra harmóníum-orgel af hólmi. Nýja orgelið var að stórum hluta fjármagnað af minningarsjóði Guðbjargar Einarsdóttur frá Kárastöðum sem og öðrum velunnurum Þingvallakirkju.
Mælst er til þess að kirkjugestir leggi við bílastæði á Flosaplani (P4) eða Valhöll (P5).
Þingvallakirkja
Þingvallakirkja hefur verið mörgum listamanninum hugleikin. Hvort sem er á ljósmynd eða málverki. Hún hefur þó ekki oft fengið að vera á jólakúlum.