Skundum á Þingvöll 15. júní

Skundum á Þingvöll

Skundum á Þingvöll býður upp á fjölbreytta viðburði til að njóta sunnudaginn 15. Júní. Matarvagnar verða á Valhallarsvæðinu. Hægt er að nálgast kort í pdf formi hér. Mögulegt er að greiða í bílastæði á staðnum eða á vefnum í gegnum https://www.checkit.is/is/thingvellir/thingvellir-greida


11:00 – 12:30 Söng – og söguganga
Guðni Th. Jóhannesson gengur með gesti frá Haki, niður Almannagjá, áfram að Öxarárfossi og svo ögn til baka og endar við Valhöll. Sagðar sögur og sungið á staðnum
Staðsetning – Gestastofa Hak

12:30 – 15:00 Kórasöngur við Lögberg
Kóradagskrá 15. júní við Lögberg í Almannagjá.
12:30 Karlakór Kjalnesinga
13:00 Hljómfélagið
13:30 Skólakór Smáraskóla
14:00 Kvennakór Háskóla Íslands
14:30 Seltjarnaneskór  
Staðsetning – Lögberg

13:00 – 16:00 Fornleifaskóli barnanna
Fornleifaskóli barnanna verður starfandi við Valhallarsvæðið sem gefur krökkum tækifæri á að setja sig í spor fornleifafræðinga, grafa eftir hlutum og teikna upp rústir.
Staðsetning – Valhöll 

16.00 – 17:00 Leikhópurinn Lotta

Leikhópurinn setur upp hið sívinsæla leikrit Hróa Hött í þeim búning sem leikhópnum er einum lagið.

Staðsetning – Valhöll

17:30 Tónleikar við Valhöll

Una Torfadóttir og Hafsteinn Þráinsson koma fram á útisviðinu við Valhöll. Hugljúfir tónar í einstöku umhverfi.