Sögur úr sveit - Arnarfell
Alla sunnudaga í júlí og ágúst bjóðum við upp á gönguferð með landverði sem hefst klukkan 14:00.
Næsta sunnudag leiðir landvörðurinn Bjarki Valur Bjarnason: Sögur úr sveit - Arnarfell.
Næsta sunnudag leiðir landvörðurinn Bjarki Valur Bjarnason: Sögur úr sveit - Arnarfell.
Arnarfell er hógvær móbergshryggur austan til í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þar þreifst búskapur af og til í gegnum aldirnar.
Byrjunarstaður er grasið gróðið svæði í kverk sem er staðsett 500 metrum inn af afleggjara við Arnarfell. Vegurinn er þægilegur malarvegur að kverkinni þar sem nóg pláss er fyrir bíla.
Til að komast að afleggjaranum við Arnarfelli frá þjónustumiðstöð á Leirum er keyrt í um 15 mínútur til austurs eftir vegi 36, farið er framhjá útsýnispalli við Hrafnagjá, framhjá Gjábakka og gamla afleggjara niður í Vatnsvik. Afleggjarinn blasir svo við, verður þjóðgarðsbíl lagt við afleggjarann.
Byrjunarstaður er grasið gróðið svæði í kverk sem er staðsett 500 metrum inn af afleggjara við Arnarfell. Vegurinn er þægilegur malarvegur að kverkinni þar sem nóg pláss er fyrir bíla.
Til að komast að afleggjaranum við Arnarfelli frá þjónustumiðstöð á Leirum er keyrt í um 15 mínútur til austurs eftir vegi 36, farið er framhjá útsýnispalli við Hrafnagjá, framhjá Gjábakka og gamla afleggjara niður í Vatnsvik. Afleggjarinn blasir svo við, verður þjóðgarðsbíl lagt við afleggjarann.
Áætluð gönguvegalengd er rúmir 7 km og samanlögð hækkun um 280m. Gengin er hringleið og áætlað er að hún taki um 3 tíma í heildina. Engin salernisaðstaða er við upphafsstað og þátttakendum bent á að koma við í þjónustumiðstöð þjóðgarðsins á Leirum til að nýta sér aðstöðu þar. Ekki er gert ráð fyrir nestisstoppi en gott er að hafa með sér eitthvað að drekka og orkunasl í bakpokanum sem hægt er að grípa til ef þörf krefur. Klæðnaður eftir veðri og mælt með þokkalegum gönguskóm þar sem undirlag getur verið af ýmsu tagi.
Arnarfell stendur stakt við norðaustanvert Þingvallavatn. Fjallið er móbergshryggur sem rís hæst í tæplega 240m hæð eða um 140m upp úr umhverfi sínu. Ganga á fjallið er ekki erfið, þótt móbergið sé sumsstaðar laust undir fæti. Gangan er mjög gefandi því af fjallinu er gott útsýni yfir þjóðgarðinn og næsta nágrenni sem og fjallahringinn sem umlykur sigdældina.
Við munum ganga eftir endilöngum hryggnum frá norðri til suðurs og njóta útsýnis á leiðinni. Þegar niður af hryggnum er komið sunnanmegin skoðum við bæjarstæðið vestan megin við Arnarfell, þar sem enn má sjá móta fyrir minjum frá þeim tíma er Arnarfellsbærinn stóð. Við förum stuttlega yfir búskaparsögu Arnarfells þar sem hreindýr koma meðal annars við sögu.
Á bakaleiðinni förum við framhjá Stapatjörn sem er lítil tjörn í gíg Arnarfells. Við höldum svo yfir norðvesturöxl Arnarfells til baka á upphafsstað.

Arnarfell
Móbergshryggurinn er lúmskt langur
Þingvellir