Undraheimur Þingvallavatns

Undraheimur Þingvallavatns - fræðsluganga með landverði sem leiðir gesti um þann undraheim sem norðurstrandlengja Þingvallavatns hefur upp á að bjóða.

Gengið er frá Vatnskoti meðfram vatnsbakkanum austur að Vellankötlu sem er einkar áberandi lindaruppspretta við strönd Þingvallavatns. Frá Vellankötlu er gengið norður meðfram Gjábakkavegi að Skógarkoti. Þar eru nú áberandi tún og túnhleðslur en áður fyrr stundaður búskapur á svæðinu.
Frá Skógarkoti er farið til suðurs eftir Vatnskotsgötu að Vatnskoti.
Hittingur er við bílastæðið að Vatnskoti klukkan 14:00 og er gangan öllum opin og ókeypis. Gott er að mæta vel skóaður og með nesti
Hvað býr í Þingvallavatni?

Það er nú ekki hægt að lofa því að allir gestir geti stungið hausnum í vatn og séð fisk en það er af nógu að taka í og við strendur Þingvallavatns.