Sögur úr sveit - Svartagil

Alla sunnudaga í júlí og ágúst bjóðum við upp á gönguferð með landverði.
Næsta sunnudag leiðir Tryggvi Jóhönnuson Thayer gönguna: Sögur úr sveit - Svartagil.

Svartagil er eitt af þessum fáförnum svæðum þjóðgarðsins þar sem áður fyrr var búið. Landið eins og aðrir hlutar eru mótaðir af kraftmikilli náttúru svæðisins. Stórkostleg fegurð en að mörgu leyti erfitt búskaparsvæði.

Saga svæðisins verður svo enn æsilegri og forvitnilegri þegar líður á 20. öldina.
Allt þetta og meira til mun Tryggvi fræða gangandi um.

Gangan er um 9 km og tekur um 3 klukkustundir. Byrjað verður í kverkinni við Biskupsbrekkurn, nærri Skógarhólum, skjá skáskot í umræðum: https://maps.app.goo.gl/g6FNgYijMCqaM8Dv6

Lagt er til að fólk mæti nestað og tilbúið. Ekkert salerni er á staðnum en næsta er við þjónustumiðstöðina á Leirum.
Gangan er ókeypis
Hvar er hist?

Frá gatnamótum 36/361/550 er beygt til norðurs eftir Uxahryggjaleið (550). Eftir skamma stund og rétt áður en komið er að Skógarhólum er beygt til vesturs. Þegar komið er í kverkina mun landvörður hitta á fólk og bjóða velkomið.