Tjaldsvæði

Opnunartímar

Sumar (1. júní til 15. september)

Tjaldstæðin á Leirum (Nyrðri-Leirar, Syðri-Leirar og Fagrabrekka) og Vatnskoti eru almennt opin að fullu frá 1. júní til 15. september, með öllum þægindum, svo se salernum, sturtu, vöskum utandyra til uppvasks sem og rafmagn (ekki þó Vatnskot).

Vetur (September 16th to May 31st)

Tjaldstæðin á Nyrðri - Leirum, Syðri - Leirum og Fagrabrekku eru opin á veturna. Rafmagn er á bílastæðunum á Syðri - Leirum og Fagrabrekku.

Það gæti gerst að við þurfum að loka grasflötunum á tjaldstæðinu okkar á veturna.

Í miklum frosti gætum við þurft að loka þjónustuhúsum (salernum og sturtum) á Syðri - Leirum.

Því miður er ekki hægt að bóka eða taka frá stæði á tjaldstæðinu okkar. Hér er þó rúmt tjaldsvæði og yfirleitt nóg pláss.

Verðskrá

 Fullorðnir (18-66 ára) 1.800 kr. hver einstaklingur hverja nótt + gistináttaskattur
Eldri borgarar (67+) og öryrkjar. 900 kr. hver einstaklingur hverja nótt + gistináttaskattur
Rafmagn  1100 kr. hver eining hverja nótt
Overnight stay tax per unit (tent, camper etc.) 400 kr
Þegar keyptar eru þrjár nætur er sú fjórða frí og síðan önnur hver nótt frá þeim tíma.  
Hópar fá 15% afslátt ef gert er upp fyrir hópinn á sama tíma.  

Hægt er að greiða fyrir gistingu í þjónustumiðstöðinni á Leirum eða á netinu.
 

Kort af tjaldstæðinu

Tjaldstæðið á Þingvöllum er víðáttumikið. Mesta þjónustu og fjölbreyttasta er að finna við Leirarnar. Vatnskot er einvörðungu opið á sumrin og ætlað tjöldum.

 

Þingvellir campsites information

Tjaldsvæði

Það eru nokkur tjaldsvæði til að velja úr:

Nyrðri-Leirar
Þetta svæði er staðsett við hliðina á þjónustumiðstöðinni og býður upp á rafmagn og er aðaltjaldsvæðið. Bæði tjöld og húsbílar eru velkomnir hér.

Syðri-Leirar
Þetta svæði er suður af þjóðvegi 36 og er einnig fyrir bæði tjöld og húsbíla. Þar er aðstaða til að losa skólp og aðgangur að vatnsslöngu fyrir hreint drykkjarvatn. Rafmagn er á bílastæðinu.


Fagrabrekka
Lítið tjaldsvæði vestan við Syðri-Leirar, túnið er eingöngu ætlað fyrir tjöld. Húsbílar geta verið á bílastæðinu og er rafmagn á bílastæðinu. Hér er að finna salerni sem er opið allt árið og útivaskar sem eru opnir að sumri til.


Vatnskot
Þetta svæði er um 10 mínútna akstur suður frá þjónustumiðstöðinni meðfram þjóðvegi 361. Tjaldsvæðið er eingöngu fyrir tjöld. Hér má finna salerni og útivaska.
Opið frá júní til 15. september.

Aðstaða á tjaldstæðunum

Bæði á Nyrðri-Leirum og Syðri-Leirum eru þjónustushús með salernum, einfaldri útieldunaraðstöðu með vöskum og útigrilli. Hér má finna sturtur.

Opnunartími þjónustumiðstöðvar

Þjónustumiðstöð þjóðgarðsins á Þingvöllum er opin frá kl. 08:00 til 18:00 á sumrin og frá kl. 09:00 til 17:00 á veturna. Hægt er að fá tjaldstæðisleyfi við upplýsingaborðið, við innganginn, við komu. Ef þú kemur eftir að við lokum þjónustumiðstöðinni geturðu greitt á netinu eða að morgni.

Starfsfólk garðsins fylgist einnig með tjaldstæðinu og tekur við greiðslum. Tjaldstæðið er vaktað á kvöldin á sumarmánuðum til að tryggja frið og ró eftir kl. 23:00.

Bókanir

Engar bókanir eða fyrirfram bókanir eru í boði á tjaldstæðunum á Þingvöllum en það er yfirleitt nóg pláss í boði.

Heimilisfang

Þingvellir, 806 Selfoss, GPS; N 64°16'48.9426" W 21° 5'17.4444".