Stangveiði

Fólk að veiða í Vatnskoti á bökkum Þingvallavatns

Veiðitímabilið er frá 20. apríl til 15. september. Eingöngu er heimilt að veiða á flugu með flugustöng frá 20. apríl til 1. júní og skal öllum urriða sleppt á þeim tíma. Veiðibann er í Ólafsdrætti frá og með 1. júlí til 1. september vegna hrygningar kuðungableikjunnar.

Frá 1.júní er heimilt að nota flugu, spún og maðk sem agn við veiðar í Þingvallavatni, innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Notkun annars agns en hér greinir er alfarið óheimil.
Stangveiði má aðeins stunda frá landi og notkun hverskonar báta eða flota er bönnuð.

Vinsamlega athugið að einungis er ein stöng á hvert leyfi.

Dagsveiðileyfi kostar 2500 kr. fyrir manninn. Frítt er fyrir börn í fylgd með fullorðnum (kaupa þarf að minnsta kosti eitt leyfi).
Hægt er að kaupa dagsleyfi í þjónustumiðstöð á Leirum eða í vefverslun Veiðikortsins. 

Veiðikortið sem gildir fyrir allt sumarið kostar 9900 krónur og er hægt að kaupa það í öllum helstu veiðiverslunum eða á heimasíðu Veiðikortsins. Elli og örorkulífeyrisþegar fá veiðileyfi fyrir sumarið endurgjaldslaust í þjónustumiðstöð.

Helstu veiðistaðir eru í Vatnskoti, Vörðuvík, Öfugsnáði, Nes og Nautatangi, Vatnsvik og Hallvik.

Kort af veiðisvæði

Hér má sjá mörkin á veiðisvæði innan þjóðgarðsins. Kortið fæst í pdf hér.