17. júní á Þingvöllum

Í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní verður frítt inn á sýninguna Hjarta lands og þjóðar sem er staðsett í gestastofu þjóðgarðsins á Hakinu.

Þar er ennfremur að finna tímabundna ljósmyndasýnininguna Velkomin til Þingvalla. Þar eru ljósmyndir af þjóðhöfðingjum, gestgjöfum þeirra og hátíðum á Þingvöllum myndaðar af Gunnari Geir Vigfússyni síðastliðin 50 ár.

Verið öll velkomin og njótið Þingvalla á þjóðhátíðardaginn.