Kvenréttindadagur Íslands 19. júní

Það ber ekki síður að fagna þessum degi, 19. júní, Kvennréttindadegi Íslands. Oftar en einu sinni hafa kröfur verið settar fram eftir fundi á Þingvöllum. Einn sá sögulegasti er líkast til sjötti landsfundur Kvenréttindafélags Íslands haldinn í Reykjavík og á Þingvöllum vikunni eftir stofnun lýðveldisins Íslands 1944.

Í þrjá daga sátu ríflega 50 fundargestir á Þingvöllum og ræddu skipulag Kvenréttindafélags Íslands, afstöðu til komandi stjórnarskrár og ályktanir. Niðurstöður fundarins voru svo bornar upp á lokafundi í Reykjavík og samþykktar. Helstu áherslur voru jöfn réttindi á við karla bæði til launa og vinnu en svo ekki síður að hugað sé að barnsburðarleyfi kvenna.

Samþykktar tillögur af landsfundi

Tillögurnar eru enn baráttumál dagsins í dag þó margt hafi þróast í rétta átt. 

Skjáskot tekið úr Melkorka, 1.12.1944, bls. 60.