Næstsíðasti dagur ársins

Veðurspáin er ekki kræsileg fyrir morgundaginn heldur er komin gul veðurviðvörun. Búast má því við einhverjum samgöngutruflunum. 

Næstsíðasti dagur ársins kvaddi þó með stæl. Bjartur, fagur og ískaldur. Þó létu gestir landsins ekki frostið stöðva sig heldu komu til Þingvalla í hundruða ef ekki þúsunda tali. Allir sáttir með ægifagra náttúru þó sagan liggi fremur undir fönn þessa dagana.

Lögberg og Ármannsfell

Lögbergspallurinn og Ármannsfell í bakgrunni. 

Gengið að Lögbergi

Eins og alla aðra daga er flaggað á Lögbergi þegar veður leyfir.

Almannagjá mynduð

Sívinsælt myndefni er Almannagjá þar sem klettarnir koma hvað næst saman.