Appelsínugul veðurviðvörun 29.01

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir mánudaginn 29. janúar. Búast má við að veðrið skelli á um og upp úr hádegi. Óveðrið mun hafa áhrif á opnunartíma gestastofu og þjónustumiðstöð þjóðgarðsins þar sem búast má við að þær loki ögn fyrr. 

Við mælum með að fólk fylgist með veðri og færð hjá eftirfarandi vefsíðum:

www.vedur.is 
www.vegagerdin.is 
www.safetravel.is