Brýr yfir Öxará lokaðar

Rétt neðan við Lögberg liggja þrjár brýr yfir Öxará. Þeim hefur nú verið lokað vegna flóða í ánni. Talsverður vatnselgur hefur myndast í kjölfar leysinga sem og að frost í jörð gerir það að verkum að ekkert sígur niður. 

Kort af lokuninni

Hér má sjá hvar hefur verið lokað en leiðin er rauðmerkt á kortinu.